14:58 |
04. nóv. 2019 |
Og aðrir aðstandendur. Kæru félagar nær og fjær.
Nú er kominn tími á að breyta hér um borð, ég er kominn í land og til annara starfa og það vantar nýtt blóð til að taka við síðunni og reka hana.
Ég hef ekki tíma til að sinna henni lengur og tengsl mín hafa verið að rofna hægt og hljótt.
Það er ekkert mál að breyta síðunni og opna hana meira ef vilji er fyrir hendi en ég hef einn lagt nafn mitt að henni til þessa og kostnaður við síðuna hefur verið 90% úr mínum vasa.
Aðrir hafa haft aðgang en aldrei lagt neitt að mörkum þannig að ef einhverjir telja sig geta lagt eitthvað til málanna þá er þeim velkomið að hafa samband við mig.
Það kostar sitt að halda svona síðu úti af hugsjón og hún hefur kostað sitt í þessi ár ég vona að einhver hafi áhuga á að taka við keflinu annars á ég ekki annars kost en að loka henni.
Ėg þakka öllum þeim sem hafa veitt mér innblástur og hafa hvatt mig en þessar færslur mínar hafa líka valdið mér erfiðleikum í starfi þannig að þetta er beggja blands.
Takk fyrir mig.
RBERT VOGT.
robbi1robbi@gmail.com |
10:10 |
09. jan. 2017 |
í borg óttans kl 13:00 í dagSama hvaðan gott kemur.
Menn hafa ákveðið að blása til fundar fyrir utan karphúsið í dag bæði til að sýna samstöðu með samningamönnum okkar og til að lýsa yfir vanþóknun á yfirlýsingum útvegsmanna. |
23:15 |
03. jan. 2017 |
SEX ÁR MEÐ LAUSA SAMNINGAERU SJMENN HRYÐJUVERKAMENN?
Enn eina ferðina eru sjómenn úthrópaðir í fjölmiðlum sem gæjarnir sem eru að setja útgerðina á hausinn og fiskvinnslur og markaði í uppnám. |
15:47 |
26. des. 2016 |
Sjómannasíðan óskar sjómönnum og aðstendendum gleðilegrar hátíðarÞó að átök séu í gagni á milli sjómanna og útvegsmanna hefur lífið sinn gang og það koma jól og áramót og menn munu taka sig saman í andlitinu og ganga einbeittir til samninga |